Archive for September, 2007

Huggulegt

Það fjölgar sífellt fyndnum innanhússfréttum á mannlífsslúðrinu. Einkahúmor rúlar jú auðvitað.

Ég trúi ekki öðru en allir starfsmenn DV verði þá með varadekk í vinnunni þegar þessi nýi blaðamaður mætir til starfa, og að skilmerkilega verði gerð grein fyrir uppákomunni á heimasíðu Mannlífs. …

Áréttað

Nei, ég er ekki byrjaður að vinna fyrir dv.is.

Það er einhver annar sem notar netfangið grs@dv.is.

Viðbót: Annars má geta þess úr því ég er að afneita DV, að ég fékk endrum og eins símtöl í farsímann minn gegnum skiptiborð 365 sem beint var til e-s Guðmundar sem var blaðamaður á DV.

Fundinn

Spamararnir hafa fundið kommentakerfið á þessu bloggi og ég hef varla undan að hafna samþykkt á kommentum sem jafnan innihalda fjölda linka sem settir eru saman á ýmsan hátt úr orðum eins og svartur, unglingar, klám, stjarna, afar ungur, og þar fram eftir götunum.

Er einhver sem veit hvernig mér má auðnðast að losna við þessa fyrirhöfn?

Að drepa Sovétríkin

Vefþjóðviljinn í gær:

Sá forseti Bandaríkjanna sem best reyndist – og stuðlaði manna mest að falli kommúnistaríkjanna …

Webbinn á morgun (það er enn 11. hjá mér):

Ef menn vilja gleðja vinstrigræna má kannski segja að Thatcher og Ronald Reagan eigi heiðurinn af því að einhver lönd munu þegar upp verður staðið standa við Kyoto samninginn. Þau sýndu Moskvuvaldinu þá hörku sem þurfti til að kommúnisminn lét loks undan síga í lok níunda áratugar síðustu aldar.

Nú ætla  ég ekkert að gera lítið úr þeim Thatcher og Reagan, enda lúmskt skotinn í þeim sjálfur, einkum Thatcher. En þar sem allar líkur eru á því að pistlahöfundur Andríkis í báðum greinum sé á fertugsaldri hlýtur maður að dást að þessari barnslegu einfeldni, að að þau Thatcher og Reagan hafi ráðið úrslitum um innanríkismál í víðfeðmasta ríki heims.

Nú bíð ég spenntur eftir pistli þar sem linku þeirra Bush og Blair verður kennt um hvernig stjórnarfarið í Moskvu hefur þróast í einræðisátt síðustu ár. Í sömu grein verður væntanlega jafnframt skýring á því hvernig kommunum í Kína tókst að halda völdum þrátt fyrir stjórnarstefnu þeirra tveggja.

Hvað eiga þessi lög sameiginlegt?

1) American Idiot með Green Day
2) Bad með Michael Jackson
3) Girls Just Wanna Have Fun með Cyndi Lauper
4) My Sharona með The Knack
5) Piano Man með Billi Joel
6) American Pie með Don McLean
7) Stand með R.E.M.
8) Lola með The Kinks
9) Firestarter með Prodigy
10) Thank U með Alanis Morisette

Fréttnæmasti dómur Sæbjarnar til þessa?

Lúmskt gaman að sjá Morgunblaðið skrifa eins og eina frétt um hvað þeirra eigin kvikmyndagagnrýnandi sagði í dómi um mynd. Ef marka má fréttina eiga bæði Sæbjörn og myndin það fyllilega skilið. Hjá mogga hlýtur það auðvitað að vera stórfrétt að hann hafi loksins fundið bestu myndina, eftir margra ára rýni. :)

Þetta er samt ekki fréttnæmasti dómur Sæbjarnar til þessa ef ég man rétt, þó ekki hafi verið skrifuð sérstök frétt um þann dóm. Nú þekki ég hann reyndar fjarri því í sjón og veit engin deili á manninum nema það að hann skrifar kvikmyndagagnrýni fyrir moggann í leiðarastíl. Ég les þá sjaldnast og man þá aldrei. En í hvert einasta skipti sem ég sé nafnið á prenti er það eina sem kemur upp í hugann: “Þetta er maðurinn sem gaf Opinberun Hannesar þrjár stjörnur.” Mig hefur lengi grunað að hann hljóti að vera þessi eini sem keypti miða á hana í Háskólabíó.

Jújú, mikið rétt. Meistarastykki þeirra Hrafns Gunnlaugssonar og Davíðs fékk náðarsamlegast þrjár stjörnur í sjálfu Morgunblaðinu.

Sem þýðir væntanlega, að teknu tilliti til stöðu Morgunblaðsins í þjóðfélaginu að Jónas á eina stjörnu, Megas Tvær stjörnur, en Davíð þrjár - þannig eru nú okkar helstu skáld.

En til að fullrar sanngirni sé gætt minnist ég þess ekki að Sæbjörn hafi að hætti Morgunblaðsins raðað henni á neinn sérstakan stað á lista þeirra mynda komið hafa út hér á landi. En eins og ég sagði, þá man ég aldrei dómana hans.

Það eru vísast dapurleg örlög fyrir hvern sem er að eiga eitt svona móment sem litar ímynd hans það sem eftir er. Auðunn Georg verður til að mynda alla sína daga ekkifréttastjóri, Guðbjörg Hildur Kolbeins fermingarmyndaritrýnir og Sæbjörn verður sérlegur kvikmyndadómari Morgunblaðsins eins og það var á 20. öld og eitthvað lengur. Og sjálfsagt mætti týna til fleiri dæmi, en látum þau liggja milli hluta. Sjálfur ætla ég að láta það ógert að falla í stafi þó Sæbjörn telji þetta bestu íslensku mynd allra tíma. En kannski maður lesi dóminn og sjái hve margar stjörnur hún fær - það kemur ekki fram í fréttinni.

Hvað eiga sameiginlegt?

1) James Brown
2) Placido  Domingo
3) Sting
4) Bono
5) Queen

Lítil stórfrétt hér á ferðinni

Hérna sýnist mér vera lítil stórfrétt á ferðinni.

Ekki aðeins er framtakið ólíkt gáfulegra en einhver ekkisens olíuhreinsunarstöð. Það er greinilegt að sonur Einars Odds er farinn vestur, og ég hugsa að þeim vestfirðingum sé nokkur liðsauki í því.

Kannanir

Fyrirfinnst nokkur aumkunarverðari Íslendingur en Bubbi Morthens?

View Results

Loading ... Loading ...