Archive for December, 2008

Of seinn með spádóminn

Fyrr í dag sá ég frétt á eyjunni um blogg Símonar Birgissonar og var í huganum búinn að semja bloggfærslu með tveimur spádómum: Annars vegar að Jónas.is myndi bregðast við þessu með 100 orða skætingi eða útúrsnúningi og hins vegar að hann myndi ekki linka á blogg Símonar, eða annað málinu tengt.

En ég var í öðru og ákvað að bíða aðeins með að skrifa þetta. Og nú sé ég það er orðið of seint.

Og nú er hætt við því að enginn maður muni trúa því að ég hefði getað séð fyrir hvernig Jónas myndi bregðast við þessu. ;)

Fjölmiðill til sölu?

Það mætti halda það - eða hvað er hægt að kalla þetta annað en áróður?

Lítilsháttar yfirsjón

Mér urðu á leið mistök nú í hádeginu þegar ég fyrir slysni eyddi kommenti sem var gott en beið samþykktar í kerfinu mínu. Þetta er afleiðing vanans - 95% kommenta eru spam og manni er orðið tamt að fara í “mark all as spam” og eyða því í bunu.

Ég bið höfund kommentsins og aðra lesendur afsökunar, en tel ekki að þessi yfirsjón sé af þeirri stærðargráðu að ég þurfi að hætta að blogga.

stærðargráður yfirsjóna?

Svo maður vitni nú beint í hæfasta áskriftarblaðsritstjóra landsins.

Ég bið samstarfsmenn mína og alla hlutaðeigandi afsökunar en tel að sú yfirsjón sé ekki af þeirri stærðargráðu að réttlæti uppsögn af minni hálfu.

Hér með auglýsi ég eftir skýringum hverslags stærðargráða þarf að vera á ritstjórnarlegri yfirsjón til að ritstjóri þurfi að víkja, og þá kannski öðrum yfirsjónum líka.

Tveir spádómar

Í fyrsta lagi spái ég því að Reynir Traustason tapi dómsmáli á hendur Jóni Bjarka. Og í öðru lagi spái í því að hann segi af sér eftir 10, 9, 8, 7, 6, 5, 4, 3, ….

Jólalagið í ár …

heitir “Hvað skal gera við blankan svein”, og er með hljómsveitinni Hraun. Þið lásuð það fyrst hér!

Handahófskennd ESB þankabrot

Ég var árum saman þeirrar skoðunar að það væri kostur að eiga eigin gjaldmiðil upp á eigin hagstjórn að gera. Viðhorf mín um þetta atriði hafa breyst undanfarin misseri.

Fullveldi er ágætt til sín brúks. En getur verið að evrópsk óstjórn kunni að vera skömminni skárri en íslensk vanhæfni.

Annars er merkileg hérlend árátta sem er hægt að lesa í gegnum íslenska hagstjórnarsögu næstum heila öld aftur í tímann: Alltaf skulu menn reyna í lengstu og hafa gengi krónunnar hærri en það ætti að vera. Og ástæður og aðstæður eru ólíkar á hverjum tíma fyrir sig.

Íslenskur landbúnaður getur sloppið betur en víða annars staðar við aðild að ESB (þá tel ég kjúklinga- og svínaframleiðslu ekki með, enda meira í ætt við bisness en landbúnað). Fjarlægðin veitir samkeppnisvernd og hækkar innflutningskostnað, og landið allt er líklega jaðarsvæði. Það gefur augaleið að drykkjarmjólk verður ekki siglt til landsins. Og það gætu legið tækifæri í útflutningi á sumum vörumerkjum, einkum skyrdrykkjum

Stjórnkerfi ESB er ekki beint það sem kalla myndi lýðræðislegt. Maður veit ekkert um valdamestu embættismennina, hve mikil áhrif þeirra eru, hvaðan þeir koma, né hvernig menn komast áfram innan kerfisins. Maður gerir sér til dæmis miklu betri grein fyrir bandarísku stjórnkerfi. Og hver nákvæmlega er framtíðarsýn lykilmannanna í kerfinu 10, 50 og 100 fram í tímann. Hvernig heimsveldi á þetta að verða?

Mér þætti líka gaman að vita nákvæmlega hvað gefur Íslandi samningsstöðu gagnvart ESB? Auðlindirnar? Landfræðileg lega? Aukin pressa á hin EES löndin? Ekki er það bankakerfið eða mannfjöldinn, og það virðist ekki sennilegt að stækkunarstefnan ein og sér gefi ESB nægar ástæður til að hleypa okkur fram fyrir í röðinni inn í ESB, og Evru án þess að við uppfyllum ákvæði Maastricht sáttmálans. Ég ætla alveg að sleppa nojunni sem maður sér sumsstaðar - en hver eru samt samningsmarkmið ESB í viðræðum við Ísland?

new settings received?

Ég er búinn að fá e-s konar SMS tilkynningu í farsímann tvisvar í morgun: “New settings received” og spurður hvort það eigi að innstalla þeim. Getur einhver frætt mig um það hvernig vírus þetta er?

Kannanir

Fyrirfinnst nokkur aumkunarverðari Íslendingur en Bubbi Morthens?

View Results

Loading ... Loading ...