En hvar ég þá heima?

Þegar ég vaknaði í morgun datt mér í hug að gera það mitt fyrsta verk að fara niður í þjóðskrá og breyta lögheimilinu - en svo rann það upp fyrir mér að ég vissi ekki heimilisfangið mitt.

Ég bý altso í þeim hluta Skúlagötu sem nú heitir (eða mun heita?) Bríetartún. Það er í sjálfu sér ekki slæmt að skipt sé um nafn, enda hefur ævinlega fylgt því hætta á ruglingi að þessi götubútur sé röngu megin við Snorrabraut - maður vandist fljótt að gefa óumbeðnar aðkomulýsingar þegar maður var að gefa upp heimilisfang, enda hugsuðu flestir um hinn hlutann sem er í 101 hlutanum.

En maður fær því miður ekki á tilfinninguna að þetta hafi verið gert með mína hagsmuni í huga, eða að íbúarnir við þessar götur hafi verið nægjanlega ofarlega í huga skipulagsyfirvalda við  breytinguna, og maður fær á tilfinninguna að nú hafi einhver pólitíkusinn viljað fá ódýra fjölmiðlaathygli og aukapunkt á CV-ið rétt fyrir prófkjör og kosningar.

En maður hefði viljað sjá betri undirbúning og fá samtímis svar við flestum tæknilegu útfærslumálunum sem varða mitt heimilisfang - eða að minnsta kosti fengið að vita að búið væri að póstleggja bréf til íbúa með helstu upplýsingum. Þannig veit maður til að mynda ekki hvenær breytingin tekur gildi. Gerir hún það strax í dag eða á einhverjum ákveðnum degi á næstunni? Hvenær verður nýtt götunafnsskilti komið upp?

Það má búast við ýmis konar smáóþægindum fyrir Skúlagötuna þar sem að húsnúmer munu væntanlega breytast - varla verður byrjað að telja frá 50 hérna megin við. Hvað mun bréfberinn gera eftir nokkra mánuði þegar bréf berst á gamla heimilisfangið mitt - hvernig á hann að geta fundið rétt hús þegar götunúmerið er allt annað?

Ég sit reyndar líka í stjórn húsfélagsins - mun húsfélagið þurfa að kaupa nýtt húsnúmer og setja það upp, eða sér borgin um það fyrir okkur?

Hvað tekur langan tíma fyrir þjóðskrána, já.is, ríkisskattstjóra, bankann og fleiri aðila að melta þetta og verður gengið frá því öllu fyrir mann?

Ekki það að ég sé að fara á taugum yfir þessu. En sem íbúi í einni götunni get ég ekki lýst mínum viðbrögðum sem svo að ég sé fyrst og fremst ánægður með að þessar ágætu konur séu heiðraðar - fyrst og fremst eru þetta þriðja flokks vinnubrögð. Mönnum finnst þetta svo yfirkúl ákvörðun að það er ekki hægt að bíða með að koma henni í fréttir - þar kom þetta fyrst að kvöldi fimmtudags. Ég frétti þannig af þessu að félagi minn hringdi í mig og spurði hvernig tilfinning það væri að vera fluttur í Bríeatartún.

Hefði ekki til dæmis mátt ákveða þetta bíða svo með að kynna þetta þar til búið væri að útbúa bréf til íbúa með helstu upplýsingum sem málið varða? Því það er óneitanlega svolítið öðruvísi að vita ekki um stundarsakir hvar maður á heima. …
—————
Þessu tengt: Hver var þessi Skúli sem átti hér til skamms tíma þrjú borgarörnefni? (Skúlatún, Skúlagata og Skúlatorg.) Voru þessi nöfn til heiðurs einhverjum borgaralegum séntilmanni. Maður hefði haldið það væri slæmi pólitík að heiðra minningu eins og kostnað annars - og það er reyndar líka spurning hvort Skúlatún sé örnefni frá því áður en Reykjavík stækkaði yfir þetta svæði.

3 tjásur to “En hvar ég þá heima?”

 1. Stefán Pálsson tjáði sig:

  Þetta mun vera Skúli fógeti og er ekki gamalt örnefni.

 2. Anna tjáði sig:

  Annar nýbúi við Bríetartún hérna. Sammála þér með vinnubrögðin, hefðu alveg mátt vera vandaðari. Varðandi Skúla, var ekki einhver sem kallaðist Skúli fógeti uppi fyrir einhverjum hundrað (hundruðum?) árum? Tengdi nafngiftirnar við hann. En tek það fram að það er komið mjög langt síðan ég tók íslandssögu grunnskólans, en er enn ekki orðin nógu gömul til að hafa sögu sem hobbý.

 3. Trebor tjáði sig:

  Ágætis ritgerð um Skúla fógeta…

  http://www3.hi.is/~ajonsson/sag/Skulifogeti.pdf

Kannanir

Fyrirfinnst nokkur aumkunarverðari Íslendingur en Bubbi Morthens?

View Results

Loading ... Loading ...