Já en rímar þetta nokkuð?

Í marga mánuði hefur maður fengið að heyra möntruna um tengsl Icesave málsins og ESB aðildar, sem er eitthvað á þá leið að eina ástæðan sem íslensk stjórnvöld hafi til að samþykkja ríkisábyrgðina á Icesave sé að tryggja gott veður þegar kemur að því að tryggja samþykki Breta og Hollendinga við ESB umsóknina okkar.

Möntrunni fylgja iðulega djúpstæð pólitísk hneykslun á því að Steingrímur og hinir ESB andstæðingarnir í VG séu að láta Samfylkinguna kúga sig til hlýðni við þetta ESB dekur kratanna með hótunum um ríkisstjórnarslit.

Nema hvað, að allt í einu á lokametrunum á málið víst allt að vera komið í háaloft vegna þess að Svavar Gestsson, sem er í senn afburðafaglegur embættismaður sem og guðfaðir VG, á að hafa leynt utanríkisráðherra Samfylkingarinnar upplýsingum sem mæltu með því að Íslendingar létu reyna á dómstólaleiðina.

Ég á svolítið erfitt með að láta þetta ríma - og hef reyndar ekki fyllilega áttað mig á því hvaða upplýsingar þetta nákvæmlega eru.

Lyktar þetta ekki meira af frekar hæpnum tilraunum til að hleypa málinu upp á lokametrunum?

Auðvitað gæti ég haft rangt fyrir mér í því - það myndi í það minnsta skýra þetta freudíska “slip” í yfirlýsingu Svavars: “Ekkert er fjarri sannleikanum og …”.

Væntanlega meinti hann “fjær”. ;)

Ein tjása to “Já en rímar þetta nokkuð?”

  1. Ragnar tjáði sig:

    Össur sá heldur aldrei glæru-showið þannig að það breytir engu hvort Svavar fjarlægði glærur eða ekki.

Kannanir

Fyrirfinnst nokkur aumkunarverðari Íslendingur en Bubbi Morthens?

View Results

Loading ... Loading ...