Tekinn

Ég var of seinn að sjá bílinn handan við hæðina og náði ekki að hægja á mér í tíma. Og fljótlega kom maður út og hljóp yfir veginn. Beindi fingrinum að mér og ég þurfti að gera svo vel að leggja.

Blástakkar í umferðareftirliti. Og minn var Tekinn.

En löggæslan er samt með öðrum brag úti á landi en í miðbæ Reykjavíkur.  Þetta voru ágætis strákar held ég, og á svipuðum aldri og ég. Sá sem hafði hlaupið út var nánast vandræðalegur yfir því að gera mér það ómak að stöðva mig fyrir of hraðan akstur, en reyndi að bera sig vel.

Þegar ég var kominn inn í lögreglubílinn var hinn öllu formlegri, sýndi mér mælingu, las upp spurningar, rétti mér skýrslu og útskýrði. Ég var bara kammó og gekkst við öllu saman. Og svo var það búið.

Og þá vill maður þegar formsatriðin eru yfirstaðin auðvitað alltaf fullvissa alla um að maður sé vel upp alinn og siðmenntaður, enda úr sama héraði eða því sem næst. No hard feelings, svo maður efnir til kurteislegs spjalls. “Eruð þið annars báðir úr Borgarnesi,” spurði ég. “Jú, jú,” sagði sá í bílstjórasætinu. Og hinn bætti við: “Er Margrét í Dalsmynni ekki amma þín?”

Ég stórefast um að hann hafi e-n tímann tekið hana fyrir of hraðan akstur. En kannski einhvern tímann þegar hún ferðaðist á puttanum. :)

3 tjásur to “Tekinn”

 1. mamma tjáði sig:

  Bíddu er þetta gamalt eða nýtt?
  Réttir um helgina og SMALIR nýyrði sem er aðeins farið að heyrast.
  Kveðja

 2. svansson tjáði sig:

  Þetta er nokkurrra vikna gamalt. Sem er nú ekkert mjög gaman.

 3. Tommi frændi tjáði sig:

  Hehehehe það er svona að vera að kitla pinnann

Kannanir

Fyrirfinnst nokkur aumkunarverðari Íslendingur en Bubbi Morthens?

View Results

Loading ... Loading ...