Rúv braut eigin reglur

Bergsteinn Sigurðsson, blm. á Fréttablaðinu bendir á reglur rúv um upptökur:

Á heimasíðu RÚV má finna reglur um fréttir og dagskrárefni tengt þeim í Ríkisútvarpinu. Í níunda lið segir: “Óheimilt er að útvarpa án leyfis ummælum manns ef hann vissi ekki að þau voru hljóð- eða myndrituð, nema ummælin hafi verið viðhöfð á opnum vettvangi.”

Þarna er í engu kveðið á um undanþágur ef upptakan á brýnt erindi til almennings. Kastljós þverbraut því reglur Ríkisútvarpsins. Það breytir þó engu um alvarleika þess að ritstjórinn með hattinn er tvísaga.

Sjá einnig lengra blogg með fleiri vangaveltum um notkun upptökunnar.

8 tjásur to “Rúv braut eigin reglur”

 1. Egill Ó tjáði sig:

  Útvarpsstjóri vill meina í Fbl. í dag að þetta eigi við um samskipti fréttamanna við viðmælendur og samtal Reynis og Jóns falli því ekki undir þetta.

 2. Einar Jón tjáði sig:

  Eru blaðamenn/ritstjórar semsagt ekki menn?

 3. Áslaug tjáði sig:

  Þetta var nauðvörn hjá blaðamanninum

 4. Eggert tjáði sig:

  Það skal tekið fram að Þórhallur ritstóri sagði í lok þáttar, að Reyni Traustasyni hafi verið boðið að taka þátt í þættinum, segja sína hlið, en ekki viljað. Reikna má með að upptakan hafi verið spiluð fyrir hann… Hvort hann hafi gefið leyfi sitt fyrir því veit svo enginn, en ætli megi ekki bera fyrir sig nauðvörn blaðamannsins, eða almannaheill… spurning..

 5. svansson tjáði sig:

  Bergsteinn tekur mjög skýrt fram í þessum bloggum að þessar vangaveltur séu útúrdúr og aukaatriði í mun alvarlegra máli.

  Ég held það deili fáir um að þessar upptökur áttu erindi við almenning - en á dögum internets held ég það hafi ekki verið nauðsynlegt hjá RÚV að taka frumkvæðið.

 6. Magnús tjáði sig:

  Þetta eru reglur sem settar hafa verið af stjórnmálamönnum, enda útvarpsráð pólitískt. Það er rétt af Þórhalli að virða svona “pólitískar” reglur af vettugi. Það þarf að taka fyrir pukkur og leyndarhyggju í opinberri umræðu.

 7. Bergsteinn SIgurðsson tjáði sig:

  Í reglunum er tekið fram að útvarpsstjóri setur þær.

 8. svansson tjáði sig:

  Ekki hélt ég þú hefðir tíma til að lesa bloggið mitt Bergsteinn - er ekki ærið nóg að svala persónulegu heiftinni í garð SímonarB? ;)

Kannanir

Fyrirfinnst nokkur aumkunarverðari Íslendingur en Bubbi Morthens?

View Results

Loading ... Loading ...