Hugarheimur stjörnublaðamanns

Stjörnublaðamaðurinn Jakob Bjarnar í kommentakerfinu hjá Símoni:

Það væri nú fróðlegt, fyrst Símon er að grenja þetta með vafasömum dæmum og vinir hans þyrpast hingað honum til stuðnings - þó með því fororði að hann hafi nú ýmislegt á samviskunni - að Símon tíundaði meint syndaregistur sitt hér? Er málið að Símon fái ekki almennilega inni í listnemaklíkunni nema hann viðurkenndi að DV, sem ungliðahreyfingarnar fóru gegn og fengu 30 þúsund til að kvitta uppá einhvern undirskriftarlista (sem er skrítið því það voru ekki nema einhverjir 50 sem viðurkenndu að þeir læsu blaðið) hafi verið voðalegt blað?

Jújú, það var ekkert að DV, né blaðamennskuna hjá Símoni. En ef hann gefur það sjálfur í skyn er það sjálfsagt bara svo hann fái að vera memm í listamannaklíkunni.

Væri Jakob ekki annars rétti maðurinn til að taka við ef e-n tímann yrði gerð gangskör að því að reka Reyni Trausta frá DV?

Comments are closed.

Kannanir

Fyrirfinnst nokkur aumkunarverðari Íslendingur en Bubbi Morthens?

View Results

Loading ... Loading ...