Móralskt gjaldþrot DV

Nú er ég ekkert sérlega hrifinn af sorprit.com framtakinu. En það er í meira lagi langsótt að DV eigi einhvern lagalegan rétt á því að auglýsendum blaðsins sé með einhverjum hætti bent á að ritstjórnarstefna blaðsins sé í meira lagi umdeild. Nú eða þá að ekki sé tekinn saman listi yfir auglýsendur í blaðinu - síðast þegar ég vissi töldust auglýsingar til opinberrar birtingar.

Það er auðvitað hlægilegt að eigandi malefnin.com sé að senda frá sér bréf með umkvörtunum um nafnlausar ærumeiðingar sem varði við lög.

Það mætti kannski kalla þetta móralskt gjaldþrot af einhverju tagi.

Það er að sjálfsögðu vel þekkt að auglýsendur vilji ekki auglýsa í blaði ef þeir eru ekki sáttir við innihald blaðsins. Ætli birtingsmönnum væri ekki nær að taka það til íhugunar að slök ritstjórnarstefna getur beinlínis kostað peninga. Þeir verða einfaldlega að taka því, frekar en að hafa lögfræðing á launum við að verða þeim til enn frekari skammar.

7 tjásur to “Móralskt gjaldþrot DV”

 1. GHA tjáði sig:

  Hefu það verið staðfest einhversstaðar að DV eigi þennan netmiðil malefni.com!?

 2. Ástþór Magnússon tjáði sig:

  Góð grein hjá þér. Þú virðist nákvæmlega ná púnktinum í þessu máli. Ég hef skrifað nokkuð um þetta á bloggið lydveldi.blog.is

 3. svansson tjáði sig:

  Það er linkað á nýjustu umræðuþræðina neðst til hægri á forsíðu dv.is. En auðvitað er fræðilega mögulegt að þar sé um einhvers konar góðgerðastarfsemi að ræða. ….

 4. svansson tjáði sig:

  Bestu þakkir fyrir hrósið. Þetta er mikill heiður. :)

 5. Ásgeir H tjáði sig:

  Hvatning um að auglýsa ekki í DV er ekkert óeðlileg, hótun í garð auglýsenda er öllu vafasamari … jafnvel þótt lítið standi á bak við þá hótun …

 6. svansson tjáði sig:

  Svo ég stafi upphafsorðin aftur ofaní þig ;), þá er ég ekkert hrifinn af uppátækinu. Sammála því að hvatning sé heppilegri en “hótun”, (þó þetta sé nú ekki beint hótun um líkamsmeiðingar eða skemmdarverk).

  En að halda því fram þetta sé ólöglegt er öllu langsóttara.

 7. Andri Valur tjáði sig:

  Það er ekki spurning um hvað er gert heldur hvernig það er gert. Þetta er síður en svo í fyrsta skiptið sem einhverjum fuglum dettur í hug að óska eftir því að fyrirtæki hætti að auglýsa í DV - þetta er samt allt önnur og grófari aðferð. Sé engan tilgang í að hafa hótun innan gæsalappa. Myndi segja að þetta væri hótun án gæsalappa (”þó að þetta sé nú ekki beint hótun um líkamsmeiðingar eða skemmdarverk”).

  Það er ekkert að því að skora á fólk að hætta að lesa blaðið og skora á auglýsendur að hætta að auglýsa þar. Það er bara spurning um hvaða aðferð menn beita.

  Svo er það annað mál að þegar jafn “marktækir” menn eins og friðardúfujólasveinninn hann Ástþór Magnússon aka. Thor Magnússon standa á bakvið svona gjörninga, þá þykir mér það draga úr þessu alla vigt.
  Einnig er kostulegt að sjá friðardúfujólasveininn afneita sköpunarverki sínu, þrátt fyrir skrilljón vísbendingar sem allar benda í sömu átt. Þetta lítur út eins og andstæðan við Nýju föt keisarans - Ástþór er allsberi keisarinn, allir sjá að hann er alsber en hann neitar, segist vera fullklæddur.

Kannanir

Fyrirfinnst nokkur aumkunarverðari Íslendingur en Bubbi Morthens?

View Results

Loading ... Loading ...